Sælir landar

Ég hef verið afspyrnu latur við að blogga, hef eiginlega aldrei komist almennilega í gang. Bloggið stofnaði ég snemma sumars vegna þess að mér fannst ég hafa eitthvað til málnna að leggja.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið duglegur að lesa blogg, óháð því hverjir skrifa, og stundum hefur mig langað til að taka þátt í umræðunni, en það sem hefur haldið afturaf mér er eitthvað, sem ég veit ekki alveg hvað skal kalla. Það lýsir sér þannig að þegar margir eru búnir að skrifa um einhver mál, finnst mér eins og mitt innlegg myndi drukna í flóðinu og ég sé ekki alveg tilganginn í að vera skrifa eitthvað sem hverfur inn í fjöldann og enginn les.

Sumar bloggsíðurnar eru mjög skemmtilegar, aðrar ekki. Mín er sjálfsagt ekki talin spennandi, en ætti ég að hafa áhyggjur af því ? Ég held ekki, að minnsta kosti hef ég ekki stórar áhyggjur af því.

 Það virðist vefjast fyrir mörgum bloggurum að vanda mál sitt og skrif og það verður að segjast eins og er að, þegar ég les færslur sem eru fullar haturs eða fordóma, finnst mér fólk vera að niðurlægja sjálft sig og þar með gera sig ómarktækt, svo ég tali nú ekki um þegar fólk dæmir aðra einstaklinga vegna orðspors sem það hefur heyrt út í bæ, eða vegna fortíðar fólks, það finnst mér ekki vera manndómur.

Jæja, ég hef þetta ekki lengra að sinni, en það sjá þeir sem nenna að lesa alla leið. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband