Gott mál fyrir Skagfirðinga

Svona verksmiðja getur skilað góðum arði til sveitarfélagsins þar sem mikil eftirspurn er eftir koltrefjaþræði um allan heim og framleiðendur koltrefja hafa varla undan. Minni notendur koltrefja hafa verið í vandræðum með að fá keypt efni, auk þess sem verðið er hátt. Stórnotendur gleypa nánast allt efni sem er í boði og þar með kominn fótur fyrir verðhækkunum.

Svo er annar möguleiki í stöðunni; hann er að framleiða basalttrefjar, þær eru mjög sterkar, hitaþolnar, eru 2 sinnum sterkari en glertrefjar og markaður fyrir þær er vaxandi og framleiðsluferlið fyrir þær ekki ósvipað og koltrefja, þó ekki eins. Framleiðsla basalttrefja krefst heldur meiri orku og er tímafrekari, en kosturinn er sá hráefnið er til staðar, það þarf ekki að flytja það inn.

 


mbl.is Styttist í ákvörðun um byggingu koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband