Félagi í þekktum véhjólaklúbbi

Eru fleiri glæpamenn í vélhjólaklúbbum en öðrum klúbbum ?

Það hefur stundum vakið undrun mína við lestur frétta af fíkniefnamálum og öðrum málum tengdri glæpastarfsemi, að oft er tekið fram að viðkomandi sé meðlimur þekkts vélhjólaklúbbs.

Af þessum sökum hef ég velt því fyrir mér hvort sé algengara; glæpamenn á vélhjólum eða glæpamenn á fólksbílum ? Hvað veldur því að vélhjólafólk er spyrt við glæpamennsku ? Er vélhjólafólk glæpamenn upp til hópa, eða er fólk sem notar annan samgöngumáta líklegra til að leiðast út á glæpabrautina ?

Nú telst ég vera meðlimur í vélhjólasamtökum og það fleiri en einum og meira að segja í fleiri en einu landi. Gerir það mig að glæpamanni ? Eða er ég líklegri til að stunda glæpamennsku vegna þess að ég er félagi í vélhjólasamtökum ?

Hvað finndist þér ef það væri tekið fram, í fréttaflutningi af viðskiptum lögreglunnar við misindismenn, að þeir væru einstæðir feður ? Nú eða atvinnulausir trésmiðir ? Mér segir svo hugur að einhverjum þætti að sér vegið og ekki að ástæðulausu.

Með þessum hugleiðingum er ég ekki að gera neina tilraun til að bera í bætifláka fyrir fólk sem hefur leiðst út á glæpabrautina en jafnframt þykir mér ástæða til að vara við tilraunum sumra fréttamanna til að bendla vélhjólafólk við glæpamennsku.

Félagi í þekktum vélhjólaklúbbi er ekki samasem merki með ástundun glæpamennsku, ekki frekar en að að segja að allir fréttamenn fari í manngreinaálit.

 


mbl.is Fíkniefni og vopn fundust við húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband