Þetta er ekkert nýtt

Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir, svona hefur þetta gengið um langt árabil.

Það eiginlega með ólíkindum að menn geti ekki gert áætlanir sem endurspegla raunveruleikann. Það er vitað, nokkurn veginn, hvað þarf að nota skipin mikið, þ.e. hvað, marga tíma þarf að sigla svo það er ekki flókið að reikna út hvað fer í olíu. Að sjálfsögðu verður að taka með í reikninginn frávik í báðar áttir, annaðhvort er afgangur eða ekki. Ef stefnir í hallarekstur þarf að vera til varasjóður sem hægt er að fara í við þær aðstæður, án þess að þurfi að binda skipin við bryggju.

Í sambandi við þyrlurnar, er þetta einfaldlega þannig að gera verður ráð fyrir meiri skekkjumörkum en á skipunum, svo hlutirnir geti gengið upp. Ef er ekki hægt að hafa skekkjumörkin stór verður áætlunin að taka mið af mestu hugsanlegu notkun, einfalt ekki satt. Kannski verða yfirmenn LHG að gera eins menn þurftu í gamla daga, þegar var farið til bankastjóra, biðja um meira en þeir þurftu til fá það sem vantaði ? Það er einfaldlega óviðunandi að LHG sé á mörkum þess að geta staðið í skilum með leigugjaöld af þyrlunum.

Hvernig hafa ráðamenn hugsað sér að reka og borga nýtt varðskip, sem er í smíðum ? Ef við svo kaupum þyrlur ásamt og með Norðmönnum, hvernig á að reka þær ? Á virkilega að skjóta þeim útreikningum á frest ? kannski þarf ekki að reikna það fyrr en á árunum 2012-2015 ? Í svona rekstri er ekki hægt að hugsa sem svo; þetta reddast. Annaðhvort er að hafa þennan rekstur eins og hjá mönnum eða sleppa því.

Við vitum mæta vel að það kostar peninga að halda úti gæslu og björgunarþjónustu og það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn og stoppa faratæki LHG á hverju hausti, af því að peningarnir eru að verða búnir.

Fyrir sjómenn og aðra þá sem hugsanlega þurfa á þjónustu LHG að halda er núverandi staða, með öllu óásættanleg. Vonandi vakna ráðamenn upp af þessum svefni sem hefur verið allt of langur og fastur.


mbl.is Erfitt að halda í þyrlurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband