Kæru landar

Nú hef ég loksins manndóm (og nennu) í mér að skrifa eitthvað á bloggið. Eftir að vera búinn að lesa hinar ýmsu bloggfærslur, um ýmis málefni sýnist mér að margir bloggverjar séu ansi duglegir við að níða skóinn hver af öðrum og standa sig vel í að gagnrýna þá sem kannski geta ekki, eða vilja ekki, stöðu sinnar vegna, svara fyrir sig. Sannast sagna held ég, að mörg skrif sem birtast jaðri við persónuárásir og gætu jafnel verið nægileg ástæða til lögsóknar, ef út í það væri farið. En nóg um það.

Margt hefur verið skrifað um ísbjarnarræfilinn sem var skotinn norður á Skaga, en það sem kemur mér spánskt fyrir sjónir er að þegar fyrri björninn var skotinn voru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðar/úrræðaleysi, en svo þegar yfirvöld reyna að gera eitthvað eru þau gagnrýnd fyrir flottræfilshátt og peningasóun. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að gera fólki til hæfis ? Spyr sá sem ekki veit. Mín persónulega skoðun er sú að skjóta átti björninn strax, en að ég fari að atyrða stjórnmálamenn- og konur fyrir að gera annað, kemur ekki til greina. Þess þá síður að gera athugasemdir við klæðaburð einstakra ráðherra.

En svona er þetta, orðið er frjálst en getur verið vandmeðfarið í hita leiksins.

Jæja kæru landar, ég er búinn að blása í bili, farið vel með ykkur og aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband