Andarnir hans Fjalla

Ķ svari mķnu į bloggi Siguršar Siguršarsonar fyrr ķ dag, nefndi ég Andana hans Fjalla, sem er einnig žekktur sem Birgir Brynjólfsson. Žar sagši ég aš žaš žyrfti aš skrifa sér blogg um žį anda og fara žau skrif hér į eftir.

Andarnir hans Fjalla

Minningaleifar af spjalli mķnu viš Birgi Brynjólfsson žegar rętt var anda jeppamanna

Ég stundaši jeppa- og feršamennsku af miklu kappi og stundum lķtilli forsjį, um langt įrabil. Ég held ég fari ekki meš fleipur ef ég segi aš jeppamennskan mķn hafi byrjaš žegar ég fór aš fara į fjöll og feršast į jeppum sumariš 1983. Žessi allra fyrstu įr voru feršafélagarnir Sturla Rögnvaldsson bifvélavirkjameistari įsamt žeim bręšrum og lęknissonum Stefįni og Hallgrķmi skólabróšur mķnum, Gušsteinssonum.

Fyrstu įrin var ašallega fariš į sumrin og svo seint į haustin, žegar lķtiš var oršiš ķ stęrstu jökulįnum og sumar leišir „fęrari“ en yfir hįsumariš.

Seinna meir, eša um 1990 var ég bśinn aš eignast, og eiga nokkra breytta jeppa og jeppadellan og feršamennskan hafši heltekiš mig. Žegar žarna var komiš skipušu vetrarferšir stóran sess ķ jeppamennskunni og žaš kom fyrir aš mašur fékk augum litiš fręgustu jeppamenn Ķslandssögunnar, en oftast ķ fjarlęgš og ekki žorši mašur nś aš tala viš žessa kalla, žvķ žeir voru į allt öšru plani sem ég nįši ekki upp į, en žaš breyttist.

Förum nś hratt yfir sögu og spólum fram til 1997, ķ maķ. Žį um voriš baušst mér aš fara meš góšum vini mķnum og feršafélaga, Žórarni Gušmundssyni, ķ ansi merkilega vorferš. Žaš sem var t.d.  merkilegt viš žessa ferš var aš Fjalli sjįlfur ętlaši meš, en ašal mennirnir ķ hópnum voru Noršmenn sem höfšu lįtiš breyta jeppum sķnum hjį Bķlabśš Benna og vildu kynnast žvķ hvernig vęri aš notast viš tękin ķ Ķslenzku vetrarfęri į fjöllum.

Ég er nś ekkert aš tżna til alltof mörg smįatriši śr žessari ferš, en ķ einhverri pįsunni fór Fjalli aš tala um Anda. Žessir andar voru ekki neinir venjulegir andar heldur fylgi-andar jeppamanna. Til aš reyna aš setja žetta nś nokkuš skżrt fram er best aš hafa žetta ķ einhverskonar töfluformi, žó ekki Excel. Fremst myndu žį teljast andar og žar fyrir aftan hvursu eftirsóttir žessir andar eru ķ jeppamennskunni. Žess mį geta aš suma žeirra vill mašur foršast eins og hęgt er, en žaš er eins og meš vandręšin; mašur vešur śt ķ žau óforvarandis.

·         Ak-andi, sį žeirra sem allir vilja hafa hjį sér, alltaf

·         Spól-andi, žaš kemur fyrir aš mašur spólar ašeins ķ snjó, en best aš sleppa žvķ

·         Hjakk-andi, žessi getur veriš seigur fylgisveinn ķ žungu fęri

·         Mok-andi, žetta er einn af žeim sem mašur foršast, eša fęr kóarann til aš moka

·         Spil-andi, žessi er ekki alslęmur, ef mašur notar hann til hjįlpar öšrum

·         Fręs-andi, žessi er mikiš notašur til aš skaprauna feršafélögunum, ef manni gengur betur en žeim

·         Hjęj-andi, ekki vinsęll nema mašur hlęji aš öšrum

·         Eld-andi, įkaflega vinsęll į kvöldin žegar komiš er ķ skįla

·         Sull-andi, žessi er algengur ķ krapaferšum

·         Frjós-andi, vill fylgja seinni stigum krapa, žegar kólnar

·         Hlįn-andi, algengur į vorin, en į žaš til birtast žegar minnst varir

·         Blįn-andi, žaš er žegar snjórinn skiptir litum og hann veršur ekki blįr af kulda

·         Kóln-andi, įvallt kęrkominn žegar bešiš er eftir betra fęri

·         Hlżn-andi, algengur į vorin

      

Svo eru nokkrir ašrir sem eru meira tengdir mönnum en bķlum, vešurfari og snjóalögum.

·         Mal-andi, einhverjir kannast viš žetta

·         Kjaft-andi, geta veriš žreytandi ef žeir komast ķ talstöšvar

·         Syngj-andi, venjulega į kvöldin

·         Segj-andi, žaš eru sögumennirnir

·         Drekk-andi, žarfnast ekki śtskżringar

Svo eru nś nokkrir ašrir andar sem ekki verša nefndir, enda eru sumir ekki prenthęfir og verša ekki einu sinni gefnir ķ skyn ķ žessum skrifum.

En eitt er vķst, Andarnir eru vķša og margir góšir, en ašrir minna eftirsóttir.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband