19.12.2010 | 22:15
Kannski ekki það allra nýjasta
Einhvern veginn finnst mér eins og blaðamenn mbl.is séu að lesa gamlar fréttir. Presturinn sá arna stóð þessum hengingum í byrjun mánaðarins. Hér í Danmörku er þessi frétt svo gömul að hún er næstum gleymd.
Þrátt fyrir að mesta nýjabrumið sé farið af þessari frétt hefur hún svosem alveg jafn mikið skemmtanagildi, að minnsta kosti fyrir mér.
Á þessari slóð er hægt að skoða nokkrar myndir af athæfi prestsins. http://www.berlingske.dk/billeder/frikirke-haengte-nisse-i-loekken
Góðar stundir
Hengdi jólaálf í gálga við kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mótmælin sem vitnað er í, áttu sér stað í dag, þannig að fréttin er alveg glæný :)
Jónína Christensen, 19.12.2010 kl. 23:03
Með hæfilegri virðingu fyrir þessum fríkirkjupresti, held ég það sé óvenjulegur kristindómur að negla gálga utan á kirkjur og nota þá til henginga. Gleðileg jól.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.