8.10.2011 | 01:25
Félagi í þekktum véhjólaklúbbi
Eru fleiri glæpamenn í vélhjólaklúbbum en öðrum klúbbum ?
Það hefur stundum vakið undrun mína við lestur frétta af fíkniefnamálum og öðrum málum tengdri glæpastarfsemi, að oft er tekið fram að viðkomandi sé meðlimur þekkts vélhjólaklúbbs.
Af þessum sökum hef ég velt því fyrir mér hvort sé algengara; glæpamenn á vélhjólum eða glæpamenn á fólksbílum ? Hvað veldur því að vélhjólafólk er spyrt við glæpamennsku ? Er vélhjólafólk glæpamenn upp til hópa, eða er fólk sem notar annan samgöngumáta líklegra til að leiðast út á glæpabrautina ?
Nú telst ég vera meðlimur í vélhjólasamtökum og það fleiri en einum og meira að segja í fleiri en einu landi. Gerir það mig að glæpamanni ? Eða er ég líklegri til að stunda glæpamennsku vegna þess að ég er félagi í vélhjólasamtökum ?
Hvað finndist þér ef það væri tekið fram, í fréttaflutningi af viðskiptum lögreglunnar við misindismenn, að þeir væru einstæðir feður ? Nú eða atvinnulausir trésmiðir ? Mér segir svo hugur að einhverjum þætti að sér vegið og ekki að ástæðulausu.
Með þessum hugleiðingum er ég ekki að gera neina tilraun til að bera í bætifláka fyrir fólk sem hefur leiðst út á glæpabrautina en jafnframt þykir mér ástæða til að vara við tilraunum sumra fréttamanna til að bendla vélhjólafólk við glæpamennsku.
Félagi í þekktum vélhjólaklúbbi er ekki samasem merki með ástundun glæpamennsku, ekki frekar en að að segja að allir fréttamenn fari í manngreinaálit.
![]() |
Fíkniefni og vopn fundust við húsleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011 | 19:03
Þyrlan er nauðsynleg
Það sannast enn og aftur að þyrlurnar eru nauðsynlegur hluti í neyðarhjálp til fjalla.
Að því sögðu er rétt að minna blaðamenn/skrifara Morgunblaðsins á að kynna sér staðarheiti áður en þau eru prentuð/send vefinn.
Staðarnafnið í þessu tilviki er: Hrafntinnusker í EINTÖLU. Það ætti að vera hluti af starfi skrifarans að skoða landakort til að ganga úr skugga um að staðarnöfn séu rétt höfð eftir. Það er alltof algengt að staðarnöfn séu sett í fleirtölu og það gerist vegna þess að fólk gáir einfaldlega ekki að sér og lepur upp vitleysuna eftir öðrum.
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hrafntinnusker_ferdavisir.htm
Lifið heil
![]() |
Þyrla send eftir manni við Mýrdalsjökul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2011 | 17:16
Andarnir hans Fjalla
Í svari mínu á bloggi Sigurðar Sigurðarsonar fyrr í dag, nefndi ég Andana hans Fjalla, sem er einnig þekktur sem Birgir Brynjólfsson. Þar sagði ég að það þyrfti að skrifa sér blogg um þá anda og fara þau skrif hér á eftir.
Andarnir hans Fjalla
Minningaleifar af spjalli mínu við Birgi Brynjólfsson þegar rætt var anda jeppamanna
Ég stundaði jeppa- og ferðamennsku af miklu kappi og stundum lítilli forsjá, um langt árabil. Ég held ég fari ekki með fleipur ef ég segi að jeppamennskan mín hafi byrjað þegar ég fór að fara á fjöll og ferðast á jeppum sumarið 1983. Þessi allra fyrstu ár voru ferðafélagarnir Sturla Rögnvaldsson bifvélavirkjameistari ásamt þeim bræðrum og læknissonum Stefáni og Hallgrími skólabróður mínum, Guðsteinssonum.
Fyrstu árin var aðallega farið á sumrin og svo seint á haustin, þegar lítið var orðið í stærstu jökulánum og sumar leiðir „færari“ en yfir hásumarið.
Seinna meir, eða um 1990 var ég búinn að eignast, og eiga nokkra breytta jeppa og jeppadellan og ferðamennskan hafði heltekið mig. Þegar þarna var komið skipuðu vetrarferðir stóran sess í jeppamennskunni og það kom fyrir að maður fékk augum litið frægustu jeppamenn Íslandssögunnar, en oftast í fjarlægð og ekki þorði maður nú að tala við þessa kalla, því þeir voru á allt öðru plani sem ég náði ekki upp á, en það breyttist.
Förum nú hratt yfir sögu og spólum fram til 1997, í maí. Þá um vorið bauðst mér að fara með góðum vini mínum og ferðafélaga, Þórarni Guðmundssyni, í ansi merkilega vorferð. Það sem var t.d. merkilegt við þessa ferð var að Fjalli sjálfur ætlaði með, en aðal mennirnir í hópnum voru Norðmenn sem höfðu látið breyta jeppum sínum hjá Bílabúð Benna og vildu kynnast því hvernig væri að notast við tækin í Íslenzku vetrarfæri á fjöllum.
Ég er nú ekkert að týna til alltof mörg smáatriði úr þessari ferð, en í einhverri pásunni fór Fjalli að tala um Anda. Þessir andar voru ekki neinir venjulegir andar heldur fylgi-andar jeppamanna. Til að reyna að setja þetta nú nokkuð skýrt fram er best að hafa þetta í einhverskonar töfluformi, þó ekki Excel. Fremst myndu þá teljast andar og þar fyrir aftan hvursu eftirsóttir þessir andar eru í jeppamennskunni. Þess má geta að suma þeirra vill maður forðast eins og hægt er, en það er eins og með vandræðin; maður veður út í þau óforvarandis.
· Ak-andi, sá þeirra sem allir vilja hafa hjá sér, alltaf
· Spól-andi, það kemur fyrir að maður spólar aðeins í snjó, en best að sleppa því
· Hjakk-andi, þessi getur verið seigur fylgisveinn í þungu færi
· Mok-andi, þetta er einn af þeim sem maður forðast, eða fær kóarann til að moka
· Spil-andi, þessi er ekki alslæmur, ef maður notar hann til hjálpar öðrum
· Fræs-andi, þessi er mikið notaður til að skaprauna ferðafélögunum, ef manni gengur betur en þeim
· Hjæj-andi, ekki vinsæll nema maður hlæji að öðrum
· Eld-andi, ákaflega vinsæll á kvöldin þegar komið er í skála
· Sull-andi, þessi er algengur í krapaferðum
· Frjós-andi, vill fylgja seinni stigum krapa, þegar kólnar
· Hlán-andi, algengur á vorin, en á það til birtast þegar minnst varir
· Blán-andi, það er þegar snjórinn skiptir litum og hann verður ekki blár af kulda
· Kóln-andi, ávallt kærkominn þegar beðið er eftir betra færi
· Hlýn-andi, algengur á vorin
Svo eru nokkrir aðrir sem eru meira tengdir mönnum en bílum, veðurfari og snjóalögum.
· Mal-andi, einhverjir kannast við þetta
· Kjaft-andi, geta verið þreytandi ef þeir komast í talstöðvar
· Syngj-andi, venjulega á kvöldin
· Segj-andi, það eru sögumennirnir
· Drekk-andi, þarfnast ekki útskýringar
Svo eru nú nokkrir aðrir andar sem ekki verða nefndir, enda eru sumir ekki prenthæfir og verða ekki einu sinni gefnir í skyn í þessum skrifum.
En eitt er víst, Andarnir eru víða og margir góðir, en aðrir minna eftirsóttir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 18:28
Eru þeir í rétti ?
Allir vegir á hálendinu eru lokaðir um þessar mundir vegna aurbleytu. Gilda aðrar reglur til handa reiðhjólamönnum ? Eða voru þeir utanvega ?
Það er alveg með ólíkindum að fólki skuli vera stætt á því að fara upp á hálendið þegar vorleysingar eru í fullum gangi, og virðast komast upp með það þeagr fótgangandi er er tæplega fært vegna drullu....
Þetta svæði er utan áhrifasvæðis Rolling Stones aðdáandans, svo kannski eru líkur á að liði sleppi með lágmarks skammir en ekki málaferli.
![]() |
Hjólreiðamennirnir hólpnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2011 | 16:06
Mig rekur í rogastans
Þessi beiðni ráðherra minnir mig eiginlega á hugmynd að atvinnubótavinnu til handa þessum stofnunum. Kannski sitja menn verkefnalausir og bíða eftir að ráðherran skammti þeim eitthvað að gera, en samt á ég erfitt með að trúa því.
Vitum við í raun hversu algengar/sjaldgæfar komur ísbjarna til landsins eru ? Ef 4 bjarnargrey á nokkrum árum er ástæða til að hefja rannsóknir á tíðninni, hvað gerist þá ef ekki sést til nokkurs bangsa næstu 50 árin ? Þarf þá ekki að rannsaka það ?
En svo að öðru; hverjir eru "hlutaðeigandi" ? Eru það kannski landeigendur, ferðaþjónustuaðilar, ferðamenn á Hornströndum eða handvaldir já-sinnar ráðherra ? Þar sem birnir hafa sést, og verið skotnir, víða um vestan- og norðanvert land, eru ansi margir sem gætu verið hlutaðeigandi.
![]() |
Rannsaki ísbjarnaheimsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2010 | 22:15
Kannski ekki það allra nýjasta
Einhvern veginn finnst mér eins og blaðamenn mbl.is séu að lesa gamlar fréttir. Presturinn sá arna stóð þessum hengingum í byrjun mánaðarins. Hér í Danmörku er þessi frétt svo gömul að hún er næstum gleymd.
Þrátt fyrir að mesta nýjabrumið sé farið af þessari frétt hefur hún svosem alveg jafn mikið skemmtanagildi, að minnsta kosti fyrir mér.
Á þessari slóð er hægt að skoða nokkrar myndir af athæfi prestsins. http://www.berlingske.dk/billeder/frikirke-haengte-nisse-i-loekken
Góðar stundir
![]() |
Hengdi jólaálf í gálga við kirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2010 | 09:22
Ísinn er víða dýr
Á vinsælum ferðamannastöðum í Danmörku er verðið á íspinna sjaldnast undir DKK 25 = ISK 500. Það er algengt að verðið sé um 50 krónur danskar eða um 1000 krónur íslenskar svo þetta verð er ekki alveg út í bláinn þegar borið er saman verð annarsstaðar.
En með tilliti til kaupmáttar landans, er munurinn ansi mikill. Kannski verður að taka upp tvöfalda verðlagningu, þeas. eitt verð fyrir Íslendinga og annað fyrir útlendinga.
![]() |
Kaupmáttur útlendinga hækkar verð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2010 | 14:32
Þeir hljóta að vera að grínast
Ég bý í Danmörku og er í hlutastarfi við þrif. Brúttó-tímalaunin duga til að kaupa 12,5 lítra af 95 okt. bensíni. Getur sá sem starfar við það sama á Íslandi keypt 12,5 lítra af bensíni hjá einhverru olífélaganna, mér segir svo hugur að sú staða sé ekki upp á borðinu.
Þetta er algjörlega marklaus samanburður, enda gerður af söluaðila sjálfum, sér í hag.
![]() |
Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2010 | 12:44
Þarna er farið með rangt mál
Ferðinni sem farin var árið 2000 var lokið, flestir þáttakendur komust til Egilsstaða á tilsettum tíma. Það er aftur á móti rétt að þá var ákaflega erfitt færi vegna mikillar hláku sem skall á. Á 3. degi ferðarinnar gerði svo frost, sem gerði okkur skráveifu, en þetta er allt hluti af þessari ferðamennsku. Ég óska félögum mínum í Ferðaklúbbnum 4x4 góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu.
![]() |
Um 160 manns yfir hálendið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2009 | 10:59
Hugmyndin er kannski ekki slæm
En ef við skoðum það sem stendur í fréttinni:
- 4-5 ferðir
- 20 manns í ferð
- Þyrluflug frá Heimaey
- Stutt stopp (30-45 mín ?)
Yfir sumarmánuðina gerir þetta eina ferð í mánuði, maí til ágúst. Látum það nú vera 20 manns í hverri ferð þýðir að það þarf 2 leiðsögumenn með hverjum hóp. Þá eru komnir 22 í hverja ferð. Hvar á að finna þyrlu í verkefnið, eftir minni bestu vitund er ekki til þyrla á landinu sem ber 22 farþega. Það eru til nokkrar sem bera 4 farþega, sem þýðir að hver þyrla (miðað við eina þyrlu til að sinna flutningum) þarf að fljúga 6 sinnum fram og til baka með hvern hóp. Endurteknar lendingar þyrlu við þær aðstæður sem eru í Surtsey þýðir að lendingarstaðurinn verur mjög sjáanlegur, vegna loftþrýstings frá þyrluspöðunum, hann feykir burt lausu efni.
Hvað eiga svo herlegheitin að kosta ? Flugtími á t.d. Bell Jet Ranger gæti kostað um það bil 200-250 þúsund krónur. Ef við gefum okkur að þyrlan bíði eftir fólkinu gerir þetta sirka 1 flugtíma. Gæti ímyndað mér að sjálft flugið taki 10 mínútur. Það gerir 50 þús. á haus miðað við einn flugmann og leiðsögumaðurinn sitji við hlið hans.
50 þúsund krónur fyrir svona skrepp, sem fáir eiga kost er kannski ekki mikið, en hvernig er með flugveður ? Er ætlunin að hafa þessar ferðir á ákveðnum dögum svo hægt sé að panta þyrluna fram í tímann ? Hvað ef veðrið býður ekki upp á þyrluflug þessa ákveðnu daga ? Hver borgar fyrir það, búið að panta þyrluna og jafnvel leggja fram tryggingu ?
Þó svo að hugmyndin sé kannski ekki slæm, finnast mér of margir óvissuþættir í þessu, að minnsta kosti ef á að reyna að selja þetta. Kannski er þetta bara röfl í mér, en samt það sem mér finnst.
Surtsey er friðuð og þangað fær enginn að koma nema með sérstöku leyfi. Svoleiðis ætti það að vera áfram, þetta er ekki ferðamannastaður og má ekki verða það.
![]() |
Vill fá að flytja ferðamenn í Surtsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)